Það vantar alveg gangbrautir í Bæjarlindina og hraðahindranir, mörg börn sem eru í tónlistarskólanum Tónsalir og labba þangað. Alltof hættuleg og hröð gata með mörgum gatnamótum.
Öruggi barna og annara í umferðinni
Það er bara spurning um hvenær verður stórslys þarna, gríðarlegur hraðakstur í gegnum hverfið, menn stoppa ekki á þessum gatnamótum og svo mætti lögregla alveg kíkja á hraðaksturinn í Fjallalindinni þar sem 30 km hámarkshraði, í efsta botnlanganum vantar hraðahindrun áður en lítið barn verður fyrir bíl. þar eru menn ekki í vandræðum með að keyra á 70-80 kom hraða.
Öryggi barna sem eiga leið þar um t.d. í tónlistaskóla
Þessi er slysagildra, mikill hraði og stórir bilar fara þarna um. Að keyra börnin í tónlistartíma þegar vegalengdin er stutt og þau geta auðveldlega labbað..... En traustið nær ekki til bílstjóranna! Það eru margar götur á þessum stutta kafla og á veturnar þegar snjóskaflar myndast er þetta en verra. Hraðahindranir, jafnvel gönguljós og betri lýsing er eitthvað sem þarf að gera sem fyrst.
Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation