Gangbrautir og hraðahindranir í Bæjarlind

Gangbrautir og hraðahindranir í Bæjarlind

Það vantar alveg gangbrautir í Bæjarlindina og hraðahindranir, mörg börn sem eru í tónlistarskólanum Tónsalir og labba þangað. Alltof hættuleg og hröð gata með mörgum gatnamótum.

Points

Öruggi barna og annara í umferðinni

Það er bara spurning um hvenær verður stórslys þarna, gríðarlegur hraðakstur í gegnum hverfið, menn stoppa ekki á þessum gatnamótum og svo mætti lögregla alveg kíkja á hraðaksturinn í Fjallalindinni þar sem 30 km hámarkshraði, í efsta botnlanganum vantar hraðahindrun áður en lítið barn verður fyrir bíl. þar eru menn ekki í vandræðum með að keyra á 70-80 kom hraða.

Öryggi barna sem eiga leið þar um t.d. í tónlistaskóla

Þessi er slysagildra, mikill hraði og stórir bilar fara þarna um. Að keyra börnin í tónlistartíma þegar vegalengdin er stutt og þau geta auðveldlega labbað..... En traustið nær ekki til bílstjóranna! Það eru margar götur á þessum stutta kafla og á veturnar þegar snjóskaflar myndast er þetta en verra. Hraðahindranir, jafnvel gönguljós og betri lýsing er eitthvað sem þarf að gera sem fyrst.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information