Leiksvæði við leikskólann Fífusali. Mjúkt undirlag á leiksvæði . Betri "litlubarna" rólur, með mjúku undirlagi.
Leiksvæðið verður fullt af pollum, drullusvað sem þarf að laga. Hafa sparkvöll.
Fífusalir er frábær leikskóli en það vantar sárlega að laga leiksvæðið. Stórir drullupollar og drullusvað myndast á stórum hluta leiksvæðisins sem mætti nýta sem t.d sparkvöll fyrir krakkana eða annað skemmtilegt. Einnig vantar mjúkt undirlag undir leiktækin.
flottur leikskóli með frábæru starfsfólki vantar sárlega að laga leiksvæðið úti fyrir börnin.
Algjörlega yndislegur leikskóli en ég er nú með mitt þriðja barn í leikskólanum og það hefur alltaf vantar almennilegt leiksvæði fyrir yngstu börnin, sérstaklega núna þar sem leikskólinn tekur nú við mun yngri börnum en áður. Ég styð þessa hugmynd fyrir næstu kynslóðir barna sem eiga eftir að vera á Fífusölum! :)
Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Linda- og Salahverfi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
Leikskólalóðin þarfnast sárlega viðhalds. Það vantar ungbarnarólur og mjúkt undirlag undir þau leiktæki sem eru nú þegar á staðnum - bæði á aðalleikvellinum og ungbarnaleikvelli. Á lóðinni er svæði sem er vinsælt til að sparka bolta. Það svæði verður eitt drullusvað stóran part af árinu og djúpir pollar myndast. Það mætti útbúa á því svæði einhverskonar sparkvöll fyrir krakkana með góðu undirlagi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation