Á milli Dalvegar og Lækjasmára er tvöföld gangbraut með hellulagðri stétt á milli gatna. Stéttin fyllist af vatni í rigningu og er sérlega slæm á veturna þegar snjókrap verður að polli og ekki hægt að komast framhjá vegna snjóskafla.
Í hverfinu búa margir eldri borgarar og eiga erfitt með að vaða yfir stóra tjörn. Ég spurðist fyrir um þetta í fyrravetur og var sagt að það væri ekki sópað nóg eða skafið frá niðurfalli en nú sést vel að niðurfall er ekki til staðar og þarf því að laga hellulögnina sjálfa sem myndar þessa dæld.
Sammála þessi leið er hryllingur á veturna, líka erfitt að fara þarna yfir með barnavagna og erfitt fyrir eldri borgara.
Alveg sammála þetta er hrikalegt í snjónum og tala nú ekki um þegar stóru klaka bungurnar myndast þarna og algerlega ómögulegt að komst yfir götuna með barnavagn eða gangandi og umferðin er svo hröð að maður er í stór hættu að reyna klöngrast yfir og engin gönguljós
Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation