Strætóleið að Hnoðraholti og Smalaholti

Strætóleið að Hnoðraholti og Smalaholti

Hvetja Strætó til að bæta þjónustu sína við íbúa Hnoðra- og Smalaholts.

Points

Á þessu svæði býr mikill fjöldi fólks á öllum aldri sem gæti hugsað sér betra aðgengi að almenningssamgöngum. Tilvalið væri að fá stoppistöð nær hverfinu t.d. við Þorrasali/Arnarnesveg. Það er frekar langt að ganga í næstu stoppistöð sem er við Versali.

Í Hnoðraholti og Smalaholti býr fjöldinn allur af fólki og mikið um fjölskyldufólk, eldra fólk, börn á öllum aldri, en ekki síst unglinga og ungt fólk sem upplifir sig langt frá alfaraleið og það sem er enn verra er einnig langt, eða alla vega um 15 mínútna gangur í næsta strætó (við sundlaugina). Það myndi bæta lífgæði margra svo um munar að fá strætó nær Hnoðraholti og Smalaholti. Til dæmis við Þorrasali.

Ég bý í Þrymsölum og hef þurft að reiða mig á strætó í nokkur ár. Ég hef alltaf þurft að gera ráð fyrir 10-15 mínutna göngu, sem gerir ferðina fyrir mig að komast niður í bæ að klukkustundar ferli. Á veturna er oft mikill vindur og hálka og þá þarf að gera ráð fyrir enn lengri tíma. Það myndi muna töluverðu fyrir okkur í hverfinu að fá stoppistöð td á Arnarnesveginn fyrir neðan Þorrasali. Það gæti líka léttað á umferðinni á salaveginum á álagstímum.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information