Vegakerfið á Vestfjörðum

Vegakerfið á Vestfjörðum

Samgöngumál á Vestfjörðum eru í ólestri. Það þarf að spýta hressilega í. Vegurinn um Gufudalssveit hefur verið að velkjast um í kerfinu í óratíma. Vegurinn í Árneshrepp eru forneskjulegur og ekki mokað þangað frá áramótum og fram að páskum.

Points

Það þarf að bæta verulega í fjármagn til vegaframkvæmda á Vestfjörðum. Í Samgönguáætlun er sett fé í þessar framkvæmdir, en síðan er fjármagnið til þeirra skorið svo mikið niður í fjárlögum að það er ekki hægt að gera neitt. Þetta er lífsspursmál fyrir byggð í þessum landsfjórðungi, bæði vegna þess að umferð flutningabíla hefur stóraukist samfara fiskeldi og þessir gömlu leirkenndu vegir á sunnanverðum Vestfjörðum þola hana enganveginn. Árneshreppur leggst í eyði verði samgöngur ekki bættar.

Það er búið að bíða allt of lengi eftir Teigskógarvegi og er löngu orðin brýn þörf á að fara að byrja á verkefninu !

Sammála Skúla.

Bent hefur verið á aukna ferðaþjónustu sem mótvægi gegn fækkun starfa á Vestfjörðum. Ferðaþjónusta þarfnast bættra samgangna. Vegakerfið á sunnanverðum kjálkanum og á ströndunum er svo langt frá því að uppfylla kröfur um nútímavegi að það er full þörf á að bæta þar við fjármagni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information