Kolefnisbinding

Kolefnisbinding

Fjórföldum árlega gróðursetningu í nytjaskóga á Íslandi.

Points

Ef gróðursetning í nytjaskóga væri fjórfölduð á Íslandi yrði árleg binding íslenskra skóga um ein milljón tonna af CO2 um miðja öldina. Samt yrðu ræktaðir skógar ekki nema á einu til tveimur prósentum landsins. Skógræktin skapar vinnu í sveitum, breytir veðurfari til hins betra, eykur grósku í nálægu landi, jafnar vatnsbúskap og kemur í veg fyrir rof og tap næringarefna og jarðvegs. Til verður verðmæt auðlind. Af hverju spýtum við ekki í lófana?

Með því að fjórfalda árlega gróðursetningu í nytjaskógum Íslands stuðlum við að aukinni kolefnisbindingu. Skógur bindur ekki bara kolefni, skógrækt er byggðarmál. Skógrækt skapar störf í byggðum landsins bæði bein og afleidd. Með því að fjórfalda gróðursetningu þá skapast tækifæri fyrir atvinnu uppbyggingu í tengslum við skógrækt auk þess að byggja upp auðlind sem að kemur til með skapa miklar tekjur í framtíðinni. Nýting afurða skóganna er komin af stað og á bara eftir að aukast með tímanum

Ísland ætti að stefna að því að verða sjálfu sér nægt um timbur. Vaxandi áhugi er á því að nota timbur og timburafurðir í í byggingar. Timbur getur leyst af hólmi steinsteypu og stál í húsbyggingum, einnig háhýsum. Með því að nota timbur í húsbyggingar binst kolefnið meðan húsin standa og þegar þau eru rifin má nýta timbrið aftur eða sem orkugjafa. Aftur á móti er gríðarleg losun fólgin í því að nota steinsteypu og stál í húsbyggingar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information