Í núverandi peningakerfi er 95% alls peningamagns í umferð framleitt af einkafyrirtækjum (bönkum) sem "lána" almenningi þá peninga og hirða af þeim vexti. Þannig þurfum við í raun að greiða einkaaðilum leigu fyrir afnot af þessari grunnstoð sem þjóðin hefur aldrei verið spurð leyfis um hvort skuli einkavæða. Við myndum ekki sætta okkur við slíkt fyrirkomulag á öðrum grunnstoðum samfélagsins, svo sem löggæslu eða vatnsveitu. Þess vegna þarf að taka þetta fyrirkomulag til róttækrar endurskoðunar.
Til að taka valdið til peningaframleiðslu úr höndum gróðasækinna einkaaðila og koma því í hendur aðila sem hafa til þess lýðræðislegt umboð, þarf að ráðast í róttæka endurskoðun á fyrirkomulagi peningasköpunar í peningakerfinu. Möguleg leið til þess væri að innleiða svokallað þjóðpeningakerfi (sovereign money). Fjallað hefur verið um slíkar umbætur m.a. í skýrslum sem unnar hafa verið fyrir forsætisráðuneytið. Mikilvægt er að sú vinna gleymist ekki heldur verði haldið áfram og næstu skref tekin.
Mörgum grunnþörfum er sinnt með einkaframtaki annarra, hér er ekki útskýrt hvers vegna fjármálastarfssemi er frábrugðin til dæmis matvælaframleiðslu. Það er augljóslega ekki í sjálfum sér slæmt að vörur eða þjónusta sé sköffuð með einkaframtaki.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um þetta málefni: https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2015/03/31/Afhenti-skyrslu-um-endurbaetur-a-peningakerfinu/ https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2016/09/05/Peningautgafa-valkostir-i-peningakerfum/ http://betrapeningakerfi.is/
Íbúðalánasjóður er ekki einkarekinn og getur sinnt fjármögnun húsnæðiskaupa. Þurfi einhver lán til að fjármagna einkaneyslu er það frekar vísbending um lág laun eða gallað velferðarkerfi. Einkareknir bankar sinna einkareknum fyrirtækjum, hér er ekki sýnt að einstaklingar séu háðir einkareknum bönkum um fjármögnun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation