Sundabraut og ofanbyggðarvegur

Sundabraut og ofanbyggðarvegur

Það bráð vantar að fá varanlega niðurstöðu í stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu og koma framkvæmdum af stað. Umferð um Vesturlandsveg er að verða verulegt vandamál.

Points

Það á að fara í sundabraut strax og laga veginn um kjalarnesið og setja hættulegustu svæðin í stokk þar. Ofanbyggðavegur fyrir ofan frá rauðavatni í kúagerði ætti að vera löngu komin ..

Vesturlandsvegur er eina stofnbrautin út frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert markvert hefur verið gert.

Það þarf að fara að ákveða staðsetningu Sundabrautar og byrja á verkinu !

Vegurinn er löngu sprungin of útskot sem voru gerð til að minnka hættuna á aftanákeyrslu við hliðarvegi eru notuð af túristum til myndatöku og því stórhættuleg. Það er rússnesk rúlletta á hverjum degi á leiðinni í vinnuna hvort að maður komist heill á áfangastað.

Sammála. Vesturlandsvegurinn er orðinn mjög hættulegur, sérstaklega í rigningu. Mikil hjólför/rásir komnar í slitlagið og bara tímaspursmál hvenær einhver flýtur upp og lendir framan á næsta bíl. Ömurleg skítredding að lækka hámarkshraðann í 70 Km á Esjumelum í stað þess að gera að- og fráreinar.

Tvöföldun Vesturlandsvegar er orðið brýn þörf, aukin almenn umferð, ferðamanna og þunga flutninga. Núverandi vegur er hættulegur með sínum djúpu rásum og skorti á af- og fráreinum. Sundabrautin ætti að vera komin fyrir löngu, leiðin í gegnum Mosfellsbæinn er alveg skelfileg. Ef rétt er talið hjá mér þá eru þetta ein 7 hringtorg sem keyra þarf í gegnum til að komast inní Reykjavík. Það þarf einhver að fara þora taka ákvarðanir og framkvæma.

Löngu tímabært. Það væri auðvelt að laga þetta og mjög margt fleira fyrir lítið brot af peningunum sem við sóum núna í bankakerfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information