Hvítbók um náttúruauðlindir landsins

Hvítbók um náttúruauðlindir landsins

Nauðsynlegt að fá fram heildstæðar upplýsingar um náttúruauðlindir Íslands

Points

Björt Framtíð telur nauðsynlegt að fá fram heildstæðar upplýsingar um náttúruauðlindir Íslands og ástand þeirra til að byggja undir stefnu ríkisstjórnarinnar um að: „nýting auðlinda til lands og sjávar verði ætíð í jafnvægi þannig að komandi kynslóðir megi njóta sömu gæða og þær sem nú byggja landið“. BF styður því eindregið áform umhverfis- og auðlindaráðherra um gerð hvítbókar um náttúruauðlindir landsins.

Þetta er nauðsynlegt. Meðal annars er nauðsynlegt að varpa ljósi á hversu miklum auðlindum Íslendingar hafa tapað á landi frá landnámi. Nær allur skógurinn hvarf, helmingurinn af gróðurþekjunni og helmingur þess sem eftir er telst vera í óviðunandi ástandi. Auka þarf skógarþekju Íslands á ný, bæði með birkiskógi og með nytjaskógum sem gefa okkur arð. Lífhagkerfið tekur senn við af olíuhagkerfinu. Í lífhagkerfinu þarf hver þjóð að hafa nægar timburauðlindir til eigin þarfa. Ræktum skóg!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information