Björt framtíð styður því eindregið áform umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun þjóðgarðastofnunar
Fjöldi ferðamanna sem koma til landsins til að upplifa íslenska náttúru hefur aukist gríðarlega á undaförnum árum, auk þess sem Íslendingum sem stunda útivist hefur fjölgað. Samhliða þessu hefur álag á náttúru landsins stóraukist. Mikilvægt er að sameina verkefni og styrkja faglegt starf er lúta að verkefnum náttúruverndar. Björt framtíð styður því eindregið áform umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun þjóðgarðastofnunar þar sem þessi málefni munu fá stoðþjónustu á einum stað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation