Sóknarkerfi/dagakerfi.
Lög um stjórn fiskveiða voru sett til að auka og vernda fiskistofna. Lofað var 500 þúsund tonna jafnstöðuafla,ásamt byggðafestu og jafnvægi í byggð landsins. Hvorutveggja hefur algjörlega brugðist. Brottkast er viðvarandi vandamál og heilu byggðarlögin eru í sárum. Brýnt er að skifta um kerfi í áföngum. Ekki þarf að taka neitt af neinum heldur færa auðlindirnar aftur til þjóðarinnar.
Öll framleiga á kvóta ætti að bera 80% skatt. Ef að "kvótaeigandi" nær ekki að veiða fullann kvóta í tvö ár, þá minnkar hann niður í þau tonn sem hann veiddi mest. Mismunur er tekinn endurgjaldslaust til baka og fer til útleigu á vegum þjóðfélagsins. Krókaveiðar á bátum undir 12m eiga að vera frjálsar og leyft að selja afla beint úr bát. Við þurfum að fá þjóðlega menningu til baka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation