Gerð verði langtímaáætlun um skipulag og uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi með umhverfisvernd í fararbroddi allra ákvarðanna. Deildu og lækaðu ef þú ert sammála.
Sú langtímaáætlun sem Píratar vilja að unnið verði að skal miða m.a. að því að tryggja vernd íslenskrar náttúru, efla samráð ólíkra aðila í ferðaþjónustu, styðja við sjálfsákvörðunarrétt nærsamfélaga, tryggja fullnægjandi menntun í ferðaþjónustu, tryggja öryggi ferðamanna, auka framlög til björgunarsveita og dreifa álagi vegna ferðamannastraums á fleiri staði á landinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation