Stórbæta þarf aðstöðu ferðamanna og tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman. Setja þarf skýr markmið um vistvæna ferðaþjónustu og nýta enn betur möguleika á að tengja menningu og ferðaþjónustu. Tryggja þarf eðlilegt hlutfall sveitarfélaga í tekjum af ferðaþjónustu.
Þjónusta við ferðamenn er orðin ein öflugasta atvinnugrein þjóðfélagsins. Efla þarf rannsóknir á sviði ferðamennsku og byggja ákvarðanir á bestu mögulegu þekkingu. Auka þarf fjármagn til uppbyggingar innviða á flestum sviðum til að koma á móts við hraða og mikla aukningu ferðamanna til landsins. Stórauka þarf menntun starfsfólks í greininni og koma í veg fyrir hvers konar félagsleg undirboð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation