Við viljum tryggja sanngjarnan arð til þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum og að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá.
Ísland byggir velsæld sína að miklu leyti á náttúruauðlindum landsins. Framsókn vill að skilgreint sé hvað flokkast undir auðlindir og auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá til að tryggja eignarhald og landsmönnum sanngjarnan arð af sameiginlegum auðlindum. Með bókhaldi náttúruauðlinda er hægt að auka yfirsýn yfir auðlindir landsins og skilgreina nýtingu þeirra með sjálfbærni að leiðarljósi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation