Fólk þarf að greiða tekjuskatt af styrkjum og uppbótum, sem það fær greitt til að mæta kostnaði. Nokkur dæmi um uppbætur: Uppbót á llíeyri m.a. vegna lyfjakostnaðar, uppbót til reksturs bifreiðar (fyrir hreyfihamlaða), húsbúnaðarstyrkir, mæðra/feðralaun (til einstæðra foreldra). Dæmin eru mikið fleiri. Þessir styrkir geta skert lífeyrisgreiðslur frá TR "krónu á móti krónu". Auk þess skerða þessi styrkir annan stuðning, sem fólk gæti fengið, s.s. húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning.
Ef fólk fær styrki og uppbætur til að mæta kostnaði getur það orðið til þess að tekjur og stuðningur annars staðar frá skerðist á móti, jafnvel "krónu á móti krónu". Afleiðingarnar eru því þær að fólk fær í raun engan stuðning á móti kostnaði og geta jafnvel orðið fyrir viðbótarkostnaði vegna skerðinga og skatta.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation