Fiskistofnar eiga að vera félagsleg eign. Veiðiheimildum á að úthluta til byggðarlaganna. Byggðarlög sem eru með sterka útgerð og fiskvinnslu eða eru nærri fiskimiðum eiga að njóta þess. Fiskveiðar á verksmiðju-skala (eins og togarar) eiga að borga fyrir veiðileyfin. Veiðar á handverks-skala (eins og trillur) eiga ekki að þurfa að borga neitt heldur veiða frjálst.
Það er eðlilegt að borga meira fyrir stófellda nýtingu með stórvirkum tækjum. Og það er eðlilegt að krókaveiðar eða smábátaveiðar séu alfrjálsar. Og það er eðlilegt að samfélag sem er háð fiskveiðum geti stundað þær og stjórnað þeim sjálft, og fengið sjáflt af þeim hagnaðinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation