Alþýðufylkingin vill að samanlagt fæðingarorlof tveggja foreldra með einu barni verði 24 mánuðir. Hagsmunir barnsins eru aðalástæðan.
Fyrstu 18 mánuðina ætti ungbarn að vera sem allra, allra mest hjá foreldrum sínum og næstu 6 mánuði eftir það ekki að fara frá þeim nema stutt í einu. Öryggiskennd í frumbernsku þroskar vellíðunarhormónastöðvar heilans og stuðlar að heilsteyptu tilfinningalífi (er til verðugra markmið?) -- en aðskilnaður skapar kvíða og þroskar streituhormónaframleiðslustöðvar heilans, til skaða fyrir einstaklinginn og allt samfélagið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation