Samfylkingin vill bæta við 100 sálfræðingum í skólum og heilsugæslu um allt land. Við leggjum áherslu á að Ísland verði heilsueflandi samfélag sem stuðlar að góðri geðheilsu fólks. Við viljum því greiða aðgang framhaldsskólanema að sálfræðiþjónustu.
Á framhaldsskólaárunum eykst brottfall úr skóla og geðræn vandamál sem fólk glímir við koma gjarnan fram á þeim árum. Í dag er aðgengi ungmenna að geðheilbrigðisþjónustu ábótavant og margir hafa ekki efni á henni. Ókeypis sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum er mikilvæg fyrsta aðstoð í andlegum veikindum sem kunna að koma upp.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation