Björt framtíð leggur mikla áherslu á að stjórnvöld og samfélagið allt vinni saman að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við skuldbindingar Ísland í Parísarsamkomulaginu
Það er ljóst að Ísland þarf að draga úr losun um allt að einni milljón tonna CO2 fyrir 2030. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur unnið ötullega að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum til 2030 þar sem lykilmarkmið og mælanlegar aðgerðir til að ná þeim eru sett fram. Björt framtíð vill stefna að lágkolefnishagkerfi fyrir 2050 og afkola eins marga geira og gerlegt er fyrir árið 2040.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation