Það er ekki ásættanlegt að árið 2017 sé jarðvegsrof og illa farin vistkerfi eitt stærsta loftslagsmál Íslands
Yfir helmingur af landinu okkar er vistfræðilega í mjög lélegu ástandi. Sum svæði eru enn að rofna og losa gríðarlegt magn kolefnis út í andrúmsloftið. Björt framtíð leggur mikla áherslu á að gerð verði heildstæð landsáætlun um hvernig megi bæta landgæði og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri með fjölbreyttum landgræðslu- og skógræktaraðgerðum. Einnig að byrjað verði að vinna að lykilverkefnum áætlunarinnar og tryggja þeim fjármagn strax á næsta ári
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation