Hvergi og aldrei verði greitt fyrir aðgang að landinu

Hvergi og aldrei verði greitt fyrir aðgang að landinu

Það er ömurlegt að ferðast um landið og borga fyrir að njóta náttúrunnar líkt og um Disneygarð væri að ræða. Það búa verðmæti og fegurð í fríu aðgengi og er það eitt af því sem skapar okkar ímynd og sérstöðu. Engu að síður þarf að byggja upp aðstöðu og reka þessa staði og þann kostnað á að greiða með því að innheimta gjald við allar gistinætur (hótel, tjald, húsbíll, allir). Það gjald ætti að renna í sjóð sem að ferðaþjónustan sjálf rekur en ekki ríkið

Points

Úr því að allir er eru sammála um að ferðamaðurinn er sá sem á að borga kostnaðinn þá sé ég ekki hvers vegna það þarf að búa til ömurleg störf við að innheimta gjald við komu á staði. Stóra meinsemdin er að þetta rústar upplifuninni, það einfaldlega rýrir verðmæti staðarins. Innheimtum þetta gjald með einföldum hætti í samræmi við lengd viðkomu á landinu. Komugjald er ósanngjarnt því það leggst jafnt á þann sem stoppar í 1 dag eða 30 daga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information