Núverandi peningakerfi felur í sér að bankarnir búa til nánast allt peningamagnið með lánveitingum sínum. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér háar skuldir, mikinn óstöðugleika og fleiri efnahagsleg vandamál. Hið opinbera skal sjá um útgáfu peninga í stað banka og að þeir verði ekki lengur lánaðir í umferð heldur settir í umferð í gegnum ríkisútgjöld. Þannig nýtur þjóðin öll útgáfu nýrra peninga (þjóðpeninga) í nýju kerfi, í stað bankanna undir núverandi kerfi.
Hér á Íslandi gæti upptaka þjóðarpeninga lækkað ríkisskuldir um hundruði milljarða, dregið úr verðbólgu, lækkað vexti og lækkað skuldir almennings og fyrirtækja. Í núverandi kerfi hagnast þeir mest sem eru næst peningamynduninni, þe bönkum og fjármálastofnunum. Fjármagnseigendur soga til sín fjármagn og eignir í formi skulda, sem verða til við myndun peninga í bönkunum. Þetta kerfi veldur því að ríkari verða enn ríkari og bilið milli þeirra og tekjulægstu eykst.
Hér eru tvær góðar síður (af fjölmörgum) sem gefa betri mynd af ástandinu: http://positivemoney.org/ http://betrapeningakerfi.is/
Það sem okkur íslendinga vantar er fræðsla um hvernig peningakerfið virkar og hvernig því er háttað í þessu svikaumhverfi. Henry Ford sagði: "It is well enough that people of the nation do not understand our banking and monetary system, for if they did, I believe there would be a revolution before tomorrow morning." Það er hagur bankakerfisins að halda öllum óupplýstum.
Nú skapa bankar 95% af þeim peningum sem eru í hagkerfinu, Seðalbankinn aðeins 5%. Bankarnir skapa pennga með því að lána okkur og eru þessir peningar allir byggðir á skuld. Ef allir hætta að taka lán, þá hrynur kerfið og enginn nýr peningur kemur út í hagkerfið. Þess vegna eru allar uppsveiflur/niðursveiflur innbyggðar í kerfið og ekkert hægt að gera á meða þessi svikamylla er við lýði. Bankarnir búa til þenslu með því að auka útlán og síðan kreppu með því að hætta að lána.
Rót allra hagsveiflna er í núverandi peningakerfi þar sem brotaforðakerfið er leyft (fractional reserve). Svikamyllan er lögleidd og leyfð af stjórnmálamönnum. Þeir sem halda að það að skipta um mynt leysi vandann eru á villigötum og skilja ekki kerfið. Smiður sem hittir ekki naglann á höfuðið verður ekki betri smiður með því að skipta um hamar. Árinni kennir illur ræðari. Þurfum að stokka upp bankakerfið og banna brotaforðakerfi og taka upp heildarforðakerfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation