Það vantar sárlega tómstundavagn í bæinn sem sinnir börnunum. Bæjarbúar eru með börn í alls kyns tómstundum um allan Kópavogsbæ og því þarf vagn sem stoppar við alla skóla, íþróttahús, sundlaugar, tónlistaskóla ofl. og gengur á ca. 15-20mín fresti kl 13-18. Í vagninum þyrfti að vera aðstoðarmaður amk þegar yngstu börnin eru á ferðinni milli 14 og 16.
Í dag gengur vagn 28 ekki á alla staði í bænum og hentar því ekki. Það er mikilvægt að börn þurfi ekki að skipta um vagn til að komast á þessa staði. Samvinna við íþróttafélögin og aðrar tómstundir er nauðsynleg í þessu sambandi. Það er mikilvægt að Kópavogsbær sinni börnum bæjarins betur að þessu leyti og að foreldrar þurfi ekki að vera að skipuleggja skutl á vinnutíma og redda hlutunum.
Væri ekki betra ef að börnin í Kópavogi fengju strætókort ? Það þarf ekki mikið að bæta strætókerfið til að öll börnin geti bara tekið vagninn. Þannig venjast börnin líka á það að taka strætó.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation