Eftir að beygjuljós voru sett upp við tvenn ljós á Nýbýlavegi hafa umferðatafir bara aukist þar. Þau eru við Túnbrekku og Þverbrekku.
Eftir að þessi ljós voru sett upp hafa raðir af bílum bara lengst á Nýbýlavegi á álagstímum með tilheyrandi mengun og hávaða fyrir hús við Nýbýlaveg. Afkastageta Nýbýlavegar hefur minnkað of mikið við þessar breytingar. Umferð leitar í staðinn meira í 30km göturrnar Álfhólfsveg, Furugrund og Ástún sem kemur niður á öryggi á þeim.
Beygjuljósin þarna valda því að maður velur oft frekar að fara niður hjá Aspargrund/Birkigrund og keyra alla Furugrundina sem er 30km gata með 4 hraðahindrunum og börnum á ferð til og frá skólanum. Hef einnig orðið fyrir því oftar en 1 sinni að beygjuljósin hafa valdið því á álagstíma að leið 4 á leið í Hamraborgina heldur ekki áætlun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation