Fjarlægja beygjuljós af Nýbýlavegi

Fjarlægja beygjuljós af Nýbýlavegi

Eftir að beygjuljós voru sett upp við tvenn ljós á Nýbýlavegi hafa umferðatafir bara aukist þar. Þau eru við Túnbrekku og Þverbrekku.

Points

Eftir að þessi ljós voru sett upp hafa raðir af bílum bara lengst á Nýbýlavegi á álagstímum með tilheyrandi mengun og hávaða fyrir hús við Nýbýlaveg. Afkastageta Nýbýlavegar hefur minnkað of mikið við þessar breytingar. Umferð leitar í staðinn meira í 30km göturrnar Álfhólfsveg, Furugrund og Ástún sem kemur niður á öryggi á þeim.

Beygjuljósin þarna valda því að maður velur oft frekar að fara niður hjá Aspargrund/Birkigrund og keyra alla Furugrundina sem er 30km gata með 4 hraðahindrunum og börnum á ferð til og frá skólanum. Hef einnig orðið fyrir því oftar en 1 sinni að beygjuljósin hafa valdið því á álagstíma að leið 4 á leið í Hamraborgina heldur ekki áætlun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information