Hundagarður þar sem hundar og eigendur þeirra geta komið saman og leikið sér. Gaman væri að hafa nokkrar þrautabrautir líka. Einnig væri nauðsynlegt að hafa einn bekk og ruslafötu á svæðinu.
Frábært væri að girða af túnið fyrir neðan gamla Kópavogsbæinn. Hundahitttingar eru frábær leið til að efla samfélag á milli bæjarbúa.
Vantar slíkan garð og skemmtilegt fyrir hunda og eigendur þeirra
Fá hundagerði við Stellurólo
Þeir eru orðnir ansi margir hundarnir hér á Kársnesinu. Væri frábært að geta farið með þá á svæði þar sem hægt er að hafa þá lausa og leyft þeim að leika sér. Nú og, hitt aðra hunda.
Það er mikið og óunnið svæði vestast á Kársnes-uppfyllingunni sem væri algjörlega kjörið fyrir slíkan garð. Fyrir utan girðingu gætu líka að vera bekkir og aðstaða fyrir fólk að sitja og horfa því öll börn hafa yndi af að horfa á hunda (og dýr). Þarna gæti því skapast skemmtilegt grænt svæði í sátt við dýr og menn.
Það eru víða stór tún sem mætti nota undir hundagerði og ennþá skemmtilegra ef það eru einhver tæki eða þraut líka. Það sárvantar hundagerði.
Það er frekar erfitt að þurfa altaf að keyra langar leiðir til að fara á svæði sem er fyrir lausa göngu hunda. Ég vill endilega getað labbað með hundinn á lausa svæði fyrir hunda hérna á kársnesinu, hundar fá mun meyri útrás af útiveru þegar þeim er leyft að fá að vera lausir í smá tíma og fá að ærslast um
Ég er nýbúinn að fá mér hund og bý á Kársnesi. Búinn að vera hér í 4 ár. Að eiga hund er frábær leið til að kynnast nágrönnum sínum og hér á svæðinu eru miklu fleiri hundar en ég gerði mér grein fyrir. Það væri frábært að fá hundagerði þar sem hundar geta hist og leikið sér. Mundi auka lífsgæði mín og hundsins töluvert. Það mundi líka spara bílferðir í önnur gerði og út fyrir bæjarmörkin (sem við gerum u.þ.b. annan hvern dag núna til að hleypa honum lausum).
Ekkert hundasvæði er á Kársnesinu eða í nálægð við Kársnesið. Hundagarður er frábær leið fyrir hundaeigendur til að koma saman með hundana sína og leyfa þeim að hlaupa og leika. Einnig er þetta góð leið til að kynnast nágrönnum sínum á Kársnesinu og eiga skemmtilegar stundir saman.
kkert hundasvæði er á Kársnesinu eða í nálægð við Kársnesið. Hundagarður er frábær leið fyrir hundaeigendur til að koma saman með hundana sína og leyfa þeim að hlaupa og leika. Einnig er þetta góð leið til að kynnast nágrönnum sínum á Kársnesinu og eiga skemmtilegar stundir saman.
Það er komin tíma á hundagarð í Kópavog, í kársnesið eða í Kópavogsdalinn... Mjög mikið um hunda á þessu svæði en ekkert skipulagt svæði fyrir hundaeigendur að fara með hundana á. Svæðið þyrfti að vera nógu stórt þannig að hundar gætu leikið sér og það þyrfti að vera gras en ekki möl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation