Leggja sambærilegan hjólastíg í Bug og þar inneftir eins og er milli Ólafsvíkur og Hellissands.
Hjólastígurinn milli Ólafsvíkur og Hellissands er mjög flottur og frábær viðbót við samgöngukerfi bæjarins. Það væri virkilega flott ef eitthvað sambærilegt væri í hina áttina. Umferðarhraði í Bug er mjög mikill og er óþægilegt að hjóla þar á götunni og maður fer þá leið alls ekki með börn. Stuðlar að hreyfingu og útivist fyrir fjölskyldur, margar perlur í náttúrunni. Er ekki hægt að sækja um styrki í svona verkefni í einhverja sjóði?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation