Fyrir átján árum skrifuðum við Gissur, Sigrún og Karólína bréf til Sigurðar Geirdal þáverandi bæjarstjóra. Við vorum kannski búin að fá okkur smá rauðvín. En málefnið brann heitt á okkur. Við höfðum ferðast víða og séð marga fallega gosbrunna. Sem stoltir kópavogsbúar, fannst okkur þetta það eina sem vantaði í fallega bæinn okkar. Við röltum með bréfið upp á bæjarskrifstofu og fengum þetta svar. Því miður fékk Sigurður ekki að sjá þessa hugmynd útfærða en nú getum við klárað þetta í hans nafni
Flestar alvöru borgir eru með flotta gosbrunna. Á Íslandi er til nóg af vatni og orku en því miður virðast gosbrunnar ekki fengið mikið brautargengi. Við vöktum athygli á þessu við Sigurð Geirdal fyrir tæplega 20 árum og hann lýsti í löngu máli og með litaðri teikningu hvar við gætum sett gosbrunn. Jafnvel byggðan á verkum Gerðar. Tökum nú höndum saman og látum þessa hugmynd verða að veruleika. Brunnurinn gæti jafnvel orðið busl laug á sumrin og skautasvell á veturna
+1
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation