Gera neðsta hlutann af grænu girðingunni sem liggur milli hjólastígsins og akbrautarinnar í brekkunni milli Hamraborgar og Kópavogsbrautar gegnæjan til að bæta umferðaröryggi.
Þetta á ekki aðeins við hjólandi fólk. Þetta á ekki síður við þá sem ganga yfir Kópavogsbrautina.
Þegar ekið er niður brekkuna frá Hamraborg niður á Kópavogsbraut er erfitt að sjá hjólreiðafólk vegna þess að girðingin meðfram hjólastígnum nær næstum alveg niður að hringtorginu. Þetta skapar hættu vegna þess að ökumenn sjá ekki hjólandi fólk nógu fljótt til að bregðast við. Þessu er hægt að bæta úr með því að gera girðinguna gegnsæja í neðsta hluta hennar. Þannig verða ökumenn og hjólreiðafólk fyrr vart við hvert annað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation