Álag á börnum og ungmennum

Álag á börnum og ungmennum

Í rýnihópasamtölum við ungmenni kom fram að þau upplifa mikið álag. Börn í 9. og 10. bekk grunnskóla sem og ungmenni á framhaldsskólastigi vinna mörg með námi. Þá eru börn og ungmenni gjarnan í tómstundum eða íþróttum, jafnvel keppnisgreinum sem tekur tíma og er oft krefjandi. Skoða þarf hvort efla megi samvinnu skóla, íþrótta og tómstunda til að bæta samfellu. Einnig mætti efna til ráðstefnu um þetta málefni þar sem börn og ungmenni leiða umræðuna og atvinnulífið tekur þátt.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information