Undanfarin ár hefur áætluð skuldastaða við fjárhagsáætlanagerð verið langt frá raunveruleikanum. Lagt er til að greint verði hvað valdi því að áætlun um skuldastöðu stenst svo illa. Skuldir hafa aukist um meira en 2 milljarða umfram áætlanir undanfarin tvö ár. Vandamálið var líka til staðar fyrir 2017 en eldri fjárhagsáætlanir eru ekki lengur til staðar á vefsíðu Garðabæjar. Einnig er óskað eftir því að eldri fjárhagsáætlanir verði gerðar aðgengilegar íbúum.
Fjárhagur bæjarins hefur farið versnandi á undanförnum árum. Ljóst er að fara þarf í aðgerðir til að rétta stöðuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation