Könnun á þörfum fyrir almenningssamgöngur

Könnun á þörfum fyrir almenningssamgöngur

Gera þarf könnun á því hvenær/á hvaða tíma íbúar á Flateyri þurfa helst að komast til Ísafjarðar og til baka en líka kanna hvað það er sem fólki finnst helst skorta á að almenningssamgöngur séu nægilega góðar.

Points

Þar sem svo til öll þjónusta og verslun sem áður var á Flateyri hefur nú flust til Ísafjarðar og eldri nemendur stunda nám þar, eru góðar almenningssamgöngur milli staðanna afar mikilvægar.

Gott mál. Það sem skortir helst er að það sé hægt að reiða sig á þessar almenningssamgöngur sem nú þegar eru, að bíllinn komi á þeim tímum sem hann á að koma. Það er ekki sjálfgefið virðist vera. Eins þurfa bílarnir að vera fjórhjóladrifnir og á nagladekkjum þegar hálka er, en það virðist heldur ekki vera núna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information