Upphitaður battavöllur í Urriðaholt með lýsingu.
Það má bæta við battavelli því skólavöllurinn er alltaf fullur á góðri stundu og boltarnir rúlla niður brekkuna í manndrápshálku sem er ekki gott. Einnig mætti völlurinn vera upphitaður þar sem börn hafa meitt sig all svakalega að detta á klakanum sem myndast á og við völlinn. Núverandi völlur mun mögulega víkja við stækkun á skóla og þá verður enginn völlur á meðan framkvæmd er.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation