Jafn aðgangur að fjölbreyttu iðn- og tækninámi

Jafn aðgangur að fjölbreyttu iðn- og tækninámi

Tryggja börnum jafnan aðgang að fjölbreyttu iðn- og tækninámi. Áhersla er á að jafna tækifæri og aðgengi barna að fjölbreyttu iðn- og tækninámi og tengja námið betur atvinnulífi og störfum.Samfélag framtíðarinnar þarfnast einstaklinga með hagnýta kunnáttu og færni. Skoða þarf leiðir til umbóta sem mæta þörfum fyrir uppbyggingu aðstöðu og tækja til iðn- og tæknimenntar. Einnig verði unnið að því að auka aðgengi og virkt samstarf milli grunnskóla og iðn- og tækniskóla til að tryggja áframhaldandi samfellu í námi.

Points

Foreldrafræðsla! Rosalega væri gott ef foreldrar væru ekki að ala börnin sín upp í að bóknám sé iðnnámi fremra. Alltof margir unglingar væflast áhugalaus um á bóknámsbrautum í menntaskólum þegar þau myndu una sér töluvert betur í iðnnámi. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Fullorðið fólk verður að styðja áhugasvið barna - líka þegar það er ekki bóknámstengt.

Ég vildi óska þess að það væri til einhverskonar opin vinnustofa með allskonar tólum og efnum fyrir börn að gera tilraunir með. Mögulega væri þetta ekki inni í skóladagskrá , frekar eins og bókasafn nema með tól og efni til nota. 3D prentari væri algjör snilld og verður sennilega mjög vinsælt verkfæri. Hægt væri að kenna börnunum að hanna hluti í tölvu og prenta út.

Ljóst að samfélag framtíðarinnar þarf á að halda alls kyns menntun og vitað er að það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki. Hér skiptir máli annars vegar að til séu áreiðanlegar upplýsingar um nám og störf - starfaheiminn og hins vegar að markvisst sé verið að bjóða upp á náms- og starfsfræðslu þannig að nemendur hafi færni til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Heildstæð áætlun í náms- og starfsfræðslu frá upphafi skólagöngu myndi að líkindum skila góðum árangri.

Kópavogsbær myndi sýna mikla framsýni og vera í fararbroddi með að innleiða heildstæða náms- og starfsráðgjafaráætlun/náms- og starfsfræðsluáætlun. Slík áætun væri í takt við eina af stoðum nýrrar Menntastefnu 2021 - 2030; hæfni fyrir framtíðina.(https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html). Nauðsynlegt að nýta sérþekkingu og mannauð náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum bæjarins til að koma þessu í framkvæmd. Sem foreldri þá tel ég þetta vera mikið hagsmunamál fyrir börnin okkar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information