Sjálfbærni- og umhverfismenntun

Sjálfbærni- og umhverfismenntun

Auka vægi sjálfbærni- og umhverfismenntunar í námi. Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar og áhersla í öllu námi í Kópavogi. Sjálfbærni krefst þess að við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Áhersla á sjálfbærni kallar sömuleiðis á getu til að hugsa hnattrænt og leita lausna á sameiginlegum viðfangsefnum. Leitast verður við að auka áherslu á sjálfbærni- og umhverfismennt í öllu námi og útfærðar leiðir til að samtvinna sjálfbærni inn í allt nám, skólabrag og menningu á vinnustöðum undirstofnana menntasviðs.

Points

Það er að mínu mati mikilvægt að samþætta við þjónustu við heimilin. Til lítils að hafa skólana plastlausa og senda svo plast afur heim í almennt rusl. Hafa alvöru flokkanir í skólunum og uppfræða okkur foreldrana sem kannski minna kunna en börnin til að styðja betur við. Hafa nám verklegt, skilja hvernig maturinn verður til, ekki fókusa bara á rusl heldur leggja líka áherslu á efnisnotkun, föt og framleiðsluferla. Leggja áherslu á jakvæða neytendahegðun og hvaða áhrif hún getur haft.

Koma á hringrásarhagkerfi milli heimila og skóla, á heimilum safnast kannski upp ýmsir hlutir sem skólinn gæti nýtt eins og bækur, spil og föndurvörur sem gætu gengið í endurnýjun lífdaga í skólanum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information