Torgið og Túnið

Torgið og Túnið

Mér finnst alveg tilvalið að lífga upp á Silfurtorgið með uppá komum og sölubásum, matarvögnum yfir sumartímann, það var stemning þegar Skíðafélagið var með pylsuvagn á Torginu fyrir all mörgum árum en það gafst mjög vel. Einnig finnst mér að Sjúkrahústúnið eigi að vera meira notað , þar mætti vera meira um skipulagaða viðburði yfir sumartímann með tónlist viðburðum og matarvögnum og varningi. Stemningin þar gæti líka verið að bæjarbúar mæti með teppi nesti og kubbaspil og geri sér glaðan dag.

Points

Þörf á að nota opin svæði og auka fjölbreytni í umhverfinu í daglegu lífi bæjarbúa

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information