Auka þarf fjölbreytileika leiktækja og útfæra skemmtilegra leiksvæði í Álalind
Í Álalind búa fjölmargar fjölskyldur með ung börn og margar ömmur og afar sem fá barnabörnin í heimsókn sem óska eftir fleiri leiktækjum og/eða meiri fjölbreytni heldur en aðeins þær rólur sem eru á svæðinu. Það myndi leiða til þess að nágrannar og börn þeirra leiti meira út að leika og kynnist þar með betur í þessu nýja hverfi.
Það vantar sárlega að gera betur við börn í Glaðheimahverfi. Miðað við hvað lítil leiksvæði eru víða í Kópavogi hlýtur að vera hægt að setja upp einn á þessum stóra grasbletti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation