Aðstaða fyrir hjólabretta/hlaupahjóla snillinga í Salaskóla
Það er ekki góð hugmynd að hafa þetta á skólalóð Salaskóla. Í dag 29.sept.2021 var að kom email frá skólastjóra Salaskóla þar sem hann er að benda á hættu sem nemendum skólans stafar af hlaupahjólum og hjólabrettum. Þó hraðinn sé ekki mikill þá geti orðið slæm slys þegar þau lenda í árekstri við börn sem eru á skólalóðinni. Aðstaða fyrir þessa iðkun þarf því að vera staðsett í útjaðri hverfisins þar sem öðrum stafar ekki hætta af.
Hjólabretti eru hraðast vaxandi íþróttagrein í heiminum og var greinin m.a. í fyrsta skipti formleg keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Tokyo. Iðkendafjöldinn hér á Íslandi hefur sprungið út á síðustu misserum og er ekkert lát á, en hins vegar skortir verulega upp á innviði og því verulegt misræmi til staðar þarna á milli. Það er því löngu kominn tími á almennilega aðstöðu einhversstaðar í efri hverfum Kópavogs (Lindahverfi eða Salahverfi eða ofar).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation