Gönguljós yfir Fífuhvamsveg hjá Arnarsmára, mikil umferð og stórhættulegt fyrir börn sem eru að koma/fara í strætó.
Þarna vantar líka betri ýsingu beint yfir gangbrautinni. Eins er lúpína á milli gangstéttar og götu vestanmegin sem hefur aldrei verið haldið niðri síðustu ár og skyggir á útsýni ökumanna.
Þetta eru stórhættuleg gatnamót hvort sem er fyrir börn eða fullorðna. Ég fer um þessi gatnamót tvisvar á dag og nær undantekningalaust eru gangandi vegfarendur að freista þess að komast yfir götuna. Þetta er í raun ekki mál sem ætti að þurfa að kjósa um, enda varðar þetta öryggi íbúanna. Alvarlegt mál ef sveitarfélagið myndi ekki laga þetta.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation