Mikil og hröð umferð óskráðra rafmagns- og vélhjóla auk rafmagnshlaupahjóla skapar vaxandi hættu á göngustígum ekki síst í nágrenni skóla þar sem fjöldi barna á leið um. Þá eru undirgöng göngustíga á þessu svæði sérlega varasöm vegna hættu af oft óábyrgum og hröðum akstri notenda nefndra hjóla. Öryggi á göngustígum í nágrenni heimilis og skóla hefur minnkað vegna framangreinds. Nauðsynlegt er að bæta öryggi á göngustígum þannig þar skapist ekki eins mikil hætta eins og raunin er nú.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation