Við Grundarhvarf er lítið en skemmtilegt leiksvæði, miðsvæðis í hverfinu og auk þess eina slíka leiksvæðið þarna á stóru svæði. Öll tæki og bekkur á þessu svæði eru algerlega úr sér gengin, málning veðruð í burtu og timbur gróft. Þetta er alger synd því börnin sækjast í að leika sér þarna og er auk þess mikið lýti á hverfinu.
Mikilvægt að uppfæra þennan leikvöll enda sá eini í hverfinu.
Þetta er eina leiksvæðið þarna á stóru svæði og mikil synd að það sé í svona bágbornu ástandi.
Væri dásamlegt að aðlaga leikvöllinn að umhverfinu og náttúrunni og veruleg vöntun á leikvelli sem hentar ungum börnum á öllu hvarfasvæðinu.
Mjö mikilvægt að fara í endurbætur á þessum leikvelli !
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation