Ástæða fyrir nafni? Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan menningararf en sum í fornnorrænar eða forníslenskar heimildir. Nafn konungs Róhans, Þjóðans Þengilssonar, er til dæmis sótt í norræn og íslensk dróttkvæði þar sem bæði nöfnin (Þjóðann og Þengill) eru skáldleg heiti á konungum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation