Lagfæra þarf Zorro merkið (þjónustuveg) í Kubba, merkja betur göngustíg sem liggur upp öxlina, jafnvel setja upplýsingar um skíðastökkpallinn sem þar er að finna. Setja prílur yfir fjárgirðingu á sinn stað, en þær voru fjarlægðar þegar framkvæmdir hófust. Án stiga/prílu yfir girðingu aukast líkur á skemmdum á girðingu töluvert þar sem fólk er að klofa yfir eða príla í gegnum á hinum ýmsu stöðum til þess að komast upp á göngustíginn.
Við upphafi framkvæmda í Kubba var loforð um að útmá ætti ummerki um þjónustuveg að verki loknu, nú er þó nokkuð síðan verki lauk, kominn tími á að laga fjallið og bæta aðgengi að fallegum stíg sem ávallt hefur verið upp hálsinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation