Goðaþing

Goðaþing

Goðaþing er tilvísun í þrjá mikilsverða þætti tengdir sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Þar má fyrst nefna einn þekktasta íbúa svæðisins Þorgeir ljósvetningagoða. Nafnið vísar í Goðafoss, einn fallegasta og vatnsmesta foss landsins sem er staðsettur fyrir miðju í sameinuðu sveitarfélagi. Fossinn hefur mikið sögulegt gildi fyrir allt svæðið og markar upphaf byggðar á svæðinu. Goðaþing vísar einnig til Flórgoðans, en nærri helmingur stofnsins hér á landi hefur sumarbúsetu á Mývatni. Forskeytið Goða- hefur því sterka tengingu við bæði sögu og náttúru svæðisins. Nafnið er talið markaðsvænt, hlutlaust og íbúar á öllu svæðinu gætu sameinast um það. Örnefnanefnd mælir með nafninu.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information