Almenningssundlaug í Urriðaholt

Almenningssundlaug í Urriðaholt

Það væri tilvalið að byggja upp stóra og flotta sundlaug í Urriðaholti, bæði inni- og útilaug helst og 2-3 potta og svo mætti bæta við eins og einni veglegri rennibraut líka. Eins og staðan er þá þarf barnafólk í hverfinu að fara út á Álftanes eða í önnur bæjarfélög til að komast í góða rennibraut.

Points

Flott hugmynd. Stígum skrefið til fulls, það vantar æfinga og keppnislaugar. Hafa innilaugina 25 eða 50 m. Best 25x50 sbr t.d. Ásvallalaug og Laugadalslaug. Að æfa og kenna inni er margfalt meiri gæði en í útilaug (gufa) og það keppir engin í útilaug yfir vetrartíma. Fá Eyleif J. verkefnastjóra Sundsambandsins í ráðgjöf, ég er líka til. Kkv. Arnþór R Íþrótta- og sundkennari. Undirritaður er fyrrverandi þjálfari og keppti á Ólympíuleikunum í Seoul 88. Átti Íslandsmetin bringu- og fjórsundi.

Að hafa almennilega sundlaug í hverfinu myndi gera afar mikið fyrir hverfið. Allra helst væri gaman að sjá hana hreinsaða með ósónsíum í stað klórs sem er hagkvæmari og heilsuvænni leið og fordæmi um slíkt erlendis

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information