Flóttamannaleiðin er orðin umferðaþung. Aðgengi að leikskólanum Hnoðraholt er verulega lélegt. Þrenging á staðnum gerir lítið sem ekkert annað en að búa til flöskuháls og koma í veg fyrir að foreldrar komist frá og skapa hættu þar sem fólk á það frekar til að flýta sér og troðast heldur að keyra rólega. Það þyrfti að skoða betri lausn svo sem hraðahindranir eða hringtorg. Þetta er eittvað sem þarf að skoða og laga sem fyrst þar sem að meiri þétting byggðar þýðir ennþá meiri umferðarþungi.
Þrenging á staðnum stoppar umferð, býr til flöskustút og stíflar þannig að erfitt er að komast til og frá leikskólanum. Þær auka frekar hættu heldur en hægja á umferð yfir höfuð svo umferðin geti gengið taktfast þarna í gegn. Hraðahindranir og jafnvel hringtorg gæti verið betri lausn þar sem þær lausnir hægja á umferð í stað þess að stoppa hana og býr til fleiri tækifæri til að komast til og frá bílaplaninu við leikskólann.
Það þarf að búa til fleiri leiðir frá Kópavogi, eða setja hringtorg eða ljós við útkeyrsluna frá Barnaskólanum/leikskólum á Vífilstöðum. Það er nánast ómögulegt að keyra frá bílaplaninu á álagstímum og skapar mikla hættu þar sem mikill hraði er á bílnum sem keyra veginn og ekki gefa ökumenn sem keyra þar mikið færi á að komast af bílaplaninu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation