Það er hálf sorglegt að í þessu bratta hverfi finnist hvergi örugg sleðabrekka fyrir krakkana. Það stendur til að gera einhverja smábrekku á nýju skólalóðinni, en hér er hvergi alvöru brekka. Væri t.d. hægt að gera brekku austan við Urriðaholtið - í átt að Heiðmörk og Vífilsstöðum ? Þar er svæði í vinnslu og hugsanlega hægt að koma að skemmtilegu snjósvæði.
Frábær leið fyrir fjölskyldur að sameinast og njóta samveru, sem og fyrir börn að fá útiveru.
Skíða og bretta brekka með toglyftu er það sem þarf til að kveikja áhuga barna á vetraríþróttum.😀
Sleðabrekka myndi alltaf auka útiveru barna og samverustundum fjölskyldunar í snjónum. Allt í göngufjarlægð.
Myndi auka útiveru barna i snjónum og minnka áhyggjur foreldra þegar börn renna sér í öruggri sleðabrekku. Enda örlítið kaldhæðnislegt að búa i holti með enga sleðabrekku.
Þetta er frábær leið til að stuðla að aukinni útiveru barna yfir veturinn. Markmiðið ætti að vera að þegar vel viðrar á veturna geti börnin í Urriðaholti rennt sér á öruggum stað í göngufæri við heimilið
Sleðabrekka er það sem fær börnin til að fara út að leika á veturna. Og hér eru kjör aðstæður til að búa til skemmtilega brekku.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation