Bryggjur í höfnina í Sjálandi

Bryggjur í höfnina í Sjálandi

Siglingaklúbburinn Vogur hefur verið endurvakinn og nýr rampur til sjósetningar var steyptur í sumar við Ránargrund 2. Í klúbbnum eru nú formlega skráðir tæplega 200 meðlimir og á facebook síðu klúbbsins eru um 950manns. Til þess að geta endurvakið siglingar og sjósport í Garðabæ þá vantar húsnæði og bryggjur í höfnina í Sjálandi. Arnarnesvogur er frábær til siglinga og ómetanlegt útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Í Garðabæ ættu að vera í boði siglinganámskeið fyrir börn og unglinga.

Points

Siglingaklúbburinn hefur á stefnuskrá sinni að efla íþrótta- og tómstundastarf í sviði siglinga og sjósports í Garðabæ. Aðstaða félagsins er hins vegar afar takmörkuð við Arnarnesvog í Garðabæ. Klúbburinn telur mikla möguleika vera á eflingu og útbreiðslu íþróttarinnar og tengdrar afþreyingar á Arnarnesvogi. Í íbúakosningu sem bar heitið “Betri Garðabær” og fór fram 26.maí til 7.júlí 2021 fékk bætt aðstaða til siglinga góða kosningu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information