Ungbarnaleikvöllur á grænu svæði bæjarins!

Ungbarnaleikvöllur á grænu svæði bæjarins!

Í bakgarðinum mínum þar sem ég bý í blokk á Tindaflöt 2 er lítill grasblettur- en RISATÓRT svæði á miðju lóðar með stórgrýti af steinum. Þar myndi ég vilja sjá grænt svæði, grasblett jafnvel lítinn hól fyrir hreyfifærni barna. Litla rennibraut fyrir yngstu börnin, lítinn kofa til leiks, litla þrautabraut fyrir hreyfiþroska barna, aðgirt svæði fyrir foreldra að leika með börnin í fæðingarorlofi.

Points

Ég var sjálf í fæðingarorlofi í 12 mánuði og á meðan leikskólar voru starfandi frá 8-16 fann ég það að það var lítið um ungbarnaleikvelli fyrir okkur til að skoða á daginn! Helst Suðurgöturóló er það eini rólóinn sem hentar ungum börnum- hvað með öll hin hverfin lengra í burtu? Stutt frá mér er hverfisróló með smá kastala, rólum og sandkassa- en stiginn uppí þann kastala er ekki fyrir ungabörn að labba upp í. Það er vöntun á ungbarnaleiksvæði fyrir foreldra og börn í orlofi takk fyrir! 🙏🙏❤️

Vantar ungbarnaróló og þetta er svæði sem nýtist ekkert

Sammála, vantar alveg nýta þessi flottu svæði í leikvelli fyrir börnin

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information