Hvaða leiðir viltu fara til að draga úr fátækt?
Stærsta skrefið til þess að draga úr fátækt væri að stöðva þá okurverðlagningu á lífsnauðsynjum sem aðallega gerir fólk fátækt á Íslandi. Stærsti liðurinn í þeim kostnaði er fjármagnskostnaður, sem leggst ofan á allt verð á vörum og þjónustu sem neytendur þurfa á að halda. Leiðir til að draga úr fátækt verða því óhjákvæmilega að haldast í hendur við leiðir til að koma böndum á fjármálakerfið, sem er ofvaxið, fokdýrt, og stærsti dragbítur samfélagsins.
Með því að setja í lög um að eftirlaun, bætur og lágmarkslaun megi aldrei vera lægri en opinbert framfærsluviðmið sem sé unnið á faglegum raunhæfum grunni og endurskoðað á 6 mánaða fresti sem og oftar ef breyting á framfærslukostnaði fer yfir X% á tímabilinu. Banna einnig allar skerðingar á þessari framfærslu með einhverjum hætti td skattheimtu, skerðingum TR sem og kröfurétti innheimtuaðila.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation