Stofnstígurinn sem liggur vestan Hafnarfjarðarvegar þarf að fá útúrdúr til suðurs þar sem hann færi yfir Álftanesveginn og tengdist stofnstíg Hafnarfjarðar sem endar vestan Reykjavíkurvegar við sveitarfélagamörkin. Þar sem þessi bútur er ekki stofnstígur í dag er þjónustan (sérstaklega vetrar) ansi dræm og nokkrum sinnum ófær síðasta vetur. Væri líka frábært að sleppa sikk-sakkinu sem stígurinn tekur yfir Álftanesveginn
Eins og gert er meðfram Reykjanesbrautinni liggja stofnstígar Garðarbæjar alla leið þar til stofnstígar Hafnarfjarðar taka við. Eðlilegt er að hið sama eigi við hér. Fólk ferðast um milli þessara sveitarfélaga í töluverðum mæli og þörf er á að þessum hluta stígakerfi Garðabæjar sé sinnt og uppbyggt í samræmi við þá umferð sem fer um á viðkomandi stað. T.d. veldur ófærð þarna á veturna því að hjólreiðafólk sem vill komast í eða úr Hafnarfirði kemst einfaldlega ekki leiðar sinnar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation